Syndsamlega góð súkkulaðikaka

mbl.is/food52

Súkkulaðikökur eru misgóðar eins og gefur að skilja en endrum og eins ratar í fang okkar uppskrift sem þykir betri en flestar. Þessi er einmitt þannig og það sem okkur finnst svo sérlega lekkert við hana er að hún er bökuð í hringformi og skreytt með flórsykri. Okkur finnst að fólk ætti að vera duglegra við að bara í hringformum enda koma kökurnar sérlega vel út og þurfa nánast engar skreytingar. 

Svo er hægt að beintengja sig við fortíðina með því að fylla hringinn af einhverju huggulegu. 

En hér er uppskriftin. Fremur einföld og syndsamlega góð. Njótið!

Syndsamlega góð súkkulaðikaka

  • 5 dl sykur
  • 4 dl hveiti
  • 180 gr kakóduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. matarsódi
  • 250 ml súrmjólk 
  • 250 ml sterkt kaffi 
  • 120 ml grænmetisolía
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Smyrjið formið með smjöri og sáldrið kakó yfir.
  2. Sigtið saman í skál sykur, hveiti, kakó, salt, lyftiduft og matarsóda. Leggið til hliðar.
  3. Hrærið saman mjólk, kaffi, grænmetisolíu, eggjunum og vanillu. Setjið eitt hráefni saman við í einu uns allt er komið ofan í hrærivélaskálina og blandan er fullblönduð. Hafið hrærivélina stillta lá hægan hraða og blandið þurrefnunum hægt og rólega saman við. Þegar öll þurrefnin eru komin saman við skal hræra deigið í fjórar mínútur á miðlungshraða.
  4. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mínútur eða þar til hægt er að stinga prjóni í kökuna og hann kemur hreinn út. Látið kökuna kólna á grind og að síðustu skal setja hana á fallegan kökudisk og sáldra flórsykri yfir. 
mbl.is/food52
mbl.is/food52
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert