Flanksteik með leynikryddblöndu

Steikin tilbúin og skorin niður. Best er að skera hana …
Steikin tilbúin og skorin niður. Best er að skera hana í þunnar sneiðar líkt og þessar. mbl.is/ÞS

Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum mataráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfáanleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matbúrinu úti á Granda. 

Flanksteikin eins og hún kallast eða síðusteik eins og hún er kölluð á íslensku er þunnur og góður vöðvi sem verður algjört sælgæti með þessari leynikryddblöndu þykir með þeim betri. 

Aðferðin er í raun einföld eins og oft vill verða með góðar steikur. Kryddblandan er borin á kjötið og látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur eða þar til kryddð er búið að taka sig. Kjötið er grillað á funheitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Flanksteikin er þunn en þar sem hún er misþunn er erfitt að gefa mjög nákvæm fyrirmæli hér þar sem um nákvæmnisverk er að ræða sem krefst þess að vakað sé vel yfir því. Einnig er misjafnt hvernig fólk vill kjötið sitt eldað en betra er minni grillun en meiri. Eftir þessa fyrstu umferð er kjötið tekið af og látið hvíla í 5-10 mínútur. Síðan er það grillað aftur í 1-2 mínútur og látið hvíla aftur. 

Lykilatriði er að skera kjötið þvert á þræðina en auðvelt er að sjá hvernig þeir liggja á flanksteikinni. Eins er gott að skera það í þunnar sneiðar og þá er einnig upplagt að nota það í steikarsalat.

Meðlætið sem var boðið upp á að þessu sinni var annars vegar ávaxtasalat og kartöflusalat. Kartöflusalatið var sérlega ljúffengt en þar voru notaðar nýuppteknar kartöflur, avókadó og rauðlaukur. Notast var við majónes og sinnep til að binda það saman og kryddað vel með salti og pipar. 

mbl.is/ÞS
Hinn fullkomni diskur. Gott jafnvægi milli kjöts og káls skiptir …
Hinn fullkomni diskur. Gott jafnvægi milli kjöts og káls skiptir miklu máli fyrir magann. mbl.is/ÞS
Hjúpið kjötið vel með kryddinu og látið standa í að …
Hjúpið kjötið vel með kryddinu og látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur. Helst lengur þó. mbl.is/ÞS
Kartöflusalatið góða.
Kartöflusalatið góða. mbl.is/ÞS
Ávaxtasalatið var skemmtilegt mótvægi við kötið og sneisafullt af alls …
Ávaxtasalatið var skemmtilegt mótvægi við kötið og sneisafullt af alls kyns ávöxtum sem voru á síðasta söludegi og kostuðu lítið. mbl.is/ÞS
Leynikryddblandan góða.
Leynikryddblandan góða. mbl.is/ÞS
Steikin tekur sig vel út á grillinu.
Steikin tekur sig vel út á grillinu. mbl.is/ÞS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert