Morgunverðarpizza fyrir meistara

Ljósmynd: Garnish with Lemons

Þessi uppskrift er ein af þessum auðveldu, sniðugu og huggulegu sem ætti að gleðja hvern mann. Hún er sérlega viðeigandi í sumarbústöðum og útilegum almennt og þykir sérlega „lekker“ út af egginu. Hægt er að skipta skinkunni út fyrir annað góðgæti á borð við parmaskinku og klettasalat, beikon eða kalkúnaskinku. 

Morgunverðarpizza fyrir meistara

  • 1 naan-brauð
  • 1 1/2 msk. pizzusósa
  • 5 tsk. ricotta ostur
  • 1 skinkusneið
  • 2 kúfaðar matskeiðar af rifnum osti
  • 1 egg
  • ferskt basil, fínt skorið
  • Notið pizzustein eða ofnplötu.

Setjið pizzusósuna á naan-brauðið. Næst skal setja ricotta-ostinn í litlum skömmtum jafnt á brauðið. Rífið skinkuna niður og dreifið yfir. Dreifið rifna ostinum yfir. 

Setjið naan-brauðið í ofninn og setjið eggið varlega á miðju brauðsins. Hér gefur augaleið að fyrst eigið þið að brjóta það eftir kúnstarinnar reglum. 

Bakið í 8-12 mínútur eftir því hversu mikið eða lítið þið viljið hafa eggið eldað.

Takið úr ofninum og skreytið með basil. Berið fram heitt – helst í sumarbústað. Einnig er hægt að grilla naan-brauðið ef svo ber við.

Heimild: Garnish with Lemon 

Ljósmynd: Garnish with Lemons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert