Það er fátt íslenskara og meira viðeigandi en skyr og skyr-eftirréttir eru hreinlega með því betra sem býðst. Þessi uppskrift á rætur sínar að rekja til Miðgarðs sem er að finna á Hvolsvelli. Botninn er sérlega heillandi en þar er rúgbrauði blandað saman við hafrakex og það ristað í ofni þar til það er orðið að stökkri mylsnu. Við finnum bókstaflega hvernig bragðlaukarnir dansa og getum ekki beðið eftir að prófa.
Skyr-eftirréttur með tímamótatvisti
Fyrir 4
Blandið saman helmingi af mascarpone og helmingi af skyrinu. Setjið út í smá af vanilludufti og helming af flórsykri. Bræðið súkkulaði og blandið saman við. Takið restina af skyri, mascarpone, vanilludufti og flórsykri og blandið við þeyttan rjóma.
Leggið í skálar í lögum; neðst er rúgbrauðsmylsna, þá súkkulaðiskyrið, sulta, hvítt skyr, sulta (eða fersk ber) og toppið að lokum með meiri mylsnu.