Sítrónuberjabomba sem slær í gegn!

Lekkert, ljúfengt og auðvelt.
Lekkert, ljúfengt og auðvelt. mbl.is/Crate&Barrell
Það er fátt sem toppar þessa. Í fyrsta lagi er hún svo bragðgóð að fólk hefur grátið af gleði þegar það hefur smakkað hana, í öðru lagi er hún svo lekker að það hálfa væri nóg og í þriðja lagi er hún svo einföld að smábarn gæti bakað hana – með annarri hendi (þó við mælum alls ekki með því þar sem það er töluverð brunahætta sem fylgir því að láta börn baka í steypujárni.

En já, þið lásuð rétt. Kakan er bökuð í steypujárni og gerð í blandara. Auðveldara gæti það ekki verið og við hvetjum ykkur til að prófa. Þið munuð ekki sjá eftir því.
Sítrónuberjabomba
  • 3 egg (við stofuhita)
  • 2/3 bolli mjólk (við stofuhita)
  • 2/3 bolli hveiti
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • rifinn sítrónubörkur
  • klípa af sjávarsalti
  • 1/4 bolli ósaltað smjör
  • flórsykur – til að sáldra yfir kökuna að bakstri loknum
    fersk ber – til að setja ofan á kökuna að bakstri loknum
Aðferð:
  1. Setjið eggin, mjólkina, hveitið, vanilluna, sítrónusafann, sítrónubörkinn og sjávarsaltið í blandara og blandið vel. Látið blönduna hvíla í 20 mínútur. Meðan blandan hvílir skal hita ofninn í 230 gráður. Hafið steypujárnspönnuna inn í ofninum á meðan ofninn hitnar.
  2. Takið pönnuna úr ofninum (passið ykkur – hún er heit) og setjið smjörið á hana. Látið smjörið bráðna og dreyfið því vel um alla pönnuna.
  3. Hellið deiginu í og setið í ofninn.
  4. Bakið í 20 mínútur eða þar til jaðrarnir eru farnir að brúnast. Alls ekki opna ofninn á meðan á bakstrinum stendur.
  5. Takið úr ofninum og sáldrið flórsykri yfir. Setið fersk ber yfir og berið samstundis fram með þeyttum rjóma eða ís.
mbl.is/Crate&Barrell
mbl.is/Crate&Barrell
mbl.is/Crate&Barrell
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert