Rifin sem Ramsay elskar

mbl.is/Tilly's Kitchen Takeover

Rif eru ekki bara rif (eins og allir vita) og ef sjálfur Gordon Ramsay mælir með þeim þá hljóta þau að vera stórkostleg. Það er hið minnsta niðurstaðan sem við höfum komist að hér á Matarvefnum en þessi uppskrift hljómar alla vega frekar vel.

Uppskriftin kemur úr smiðju Tilly Ramsay, sem jafnframt er dóttir Ramsay og gaf á dögunum út sína fyrstu matreiðslubók, Tilly´s Kitchen Takeover.

Sjá frétt mbl.is:

Faðir hennar er skiljanlega mjög stoltur af dóttur sinni sem er sögð blóta umtalsvert minna en faðir hennar og vera sérlega ljúf. Deildi hann uppskriftinni að rifjunum með fylgjendum sínum á Instagram og getum við ekki annað en gert hið sama og vonum að þið njótið vel.

Rifin sem Ramsay elskar
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1/2 tsk. chili-flögur (valfrjálst)
  • 1 tsk. fennelfræ
  • 110 g dökkur púðursykur
  • 600 g tómatsósa
  • 110 ml soyasósa
  • 1 kg svínarif
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150˚C
  2. Meðan ofninn er að hitna skuluð þið taka utan af og saxa laukinn fremur gróft. Síðan afhýða hvítlaukinn og mauka vel.
  3. Setjið pönnu á helluna og hitið upp í miðlungshita þar til hún er orðin vel heit. Bætið þá við ólífuolíunni, lauknum og hvítlauknum. Steikið í 4-5 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
  4. Bætið chiliflögunum saman við (ef þið eruð að nota þær), fennelfræjunum og púðursykrinum og steikið. Hrærið reglulega í þar til sykurinn hefur bráðnað eða í 1-2 mínútur.
  5. Bætið tómat- og soyasósunum saman við og hrærið vel saman. Látið suðuna koma upp og lækkið þá undir og látið sósuna þykkna á hellunni í tíu mínútur eða svo.
  6. Setjið rifin í djúpt form og hellið sósunni yfir.
  7. Setjið álpappír yfir formið og setjið í ofninn í 2 tíma. Hækkið þá hitann upp í 180˚C, takið álpappírinn af og eldið í 30-45 mínútur til viðbótar.
  8. Þegar rifin eru fullelduð skal taka formið úr ofninum og láta rifin kólna ögn áður en þið berið þau fram.
  9. Berið fram með nóg af servíettum þar sem allir fingur verða vel klístraðir.
mbl.is/Tilly's Kitchen Takeover
Hjér má sjá forsíðu bókarinnar.
Hjér má sjá forsíðu bókarinnar. mbl.is/Tilly´s Kitchen Takeover
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert