Grillað naanbrauð með fyllingu

Fljótlegur og huggulegur réttur til að bjóða upp á út …
Fljótlegur og huggulegur réttur til að bjóða upp á út á palli. mbl.is/Ingi Rúnar
Hér kemur fljótleg uppskrift af nanbrauðs-smálokum sem sniðugt er að bjóða upp á með indverskum mat eða sem pallagúmmelaði í sólinni eftir vinnu. 

2 stk. naan-brauð
100 g Philadelphia-rjómaostur
3 msk. mangó chutney
100 g rifinn ostur
Hvítlauksolía
gróft sjávarsalt

Smyrjið fyrst rjómaostinum ofan á annað naan-brauðið og síðan mangó chutney yfir rjómaostinn. Dreifið rifna ostinum yfir og lokið með hinu naan-brauðinu. Skerið í fjóra hluta.

Penslið með hvítlauksolíunni. Grillið í fjórar mínútur á hvorri hlið og penslið á milli með hvítlauksolíu.

Grófu salti sáldrað yfir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka