Magnað meðlæti

Litríkt, hollt og virkilega gott. Dressingin á salatinu er algjört …
Litríkt, hollt og virkilega gott. Dressingin á salatinu er algjört dúndur! mbl.is/TM

Sum­arið er ekki al­veg úti þótt veðrið sé að grána. Það má enn vel hleypa sól í hjarta og kropp með góðri grill­veislu og ekki síst með þessu sum­ar­lega meðlæti. Upp­skrift­ina að grænu sós­unni má sjá hér.

Magnað meðlæti

Vista Prenta

Sum­arsal­at með sætri trufflu­dress­ingu

Blandað sal­at eft­ir smekk, botn­fyll­ir í væna skál
1 bökuð rauðrófa (eða tvær litl­ar)
1 kúla mozzar­ella
10 smá­tóm­at­ar, skorn­ir í tvennt
2 msk. ristaðar furu­hnet­ur
Blönduð ber eft­ir smekk. Ég notaði bróm­ber, blá­ber, hind­ber og rifs­ber. Bróm­ber duga vel ein og sér.
3 msk. trufflu­olía
2 msk. bal­sa­miks­íróp

Aðferð
Skolið græn­metið og raðið í skál.
Skerið rauðróf­una í ten­inga og stráið yfir. Því næst koma tóm­at­arn­ir, furu­hnet­urn­ar, ber­in og að lok­um ost­ur­inn. Best er að rífa kúl­una en ekki skera hana. Þannig kem­ur bragðið bet­ur fram.

Hrærið ol­í­una og sírópið sam­an og dreypið yfir sal­atið.

Listaverk á diski og vítamínbomba í kropp.
Lista­verk á diski og víta­mín­bomba í kropp. mbl.is/​TM

Klass­ísk­ar og sæt­ar með rós­marín­keim

2 vænt­ar sæt­ar kart­öfl­ur í ten­ing­um
2 msk. olía
½ tsk. salt
¼ tsk. chillípip­ar í kvörn
2 grein­ar af rós­marín, rifið gróft yfir kart­öfl­urn­ar

Allt sam­an í eld­fast mót og bakað á 180 gáður í 30 mín­út­ur á grilli. Bök­un­ar­tími fer eft­ir stærð ten­inga. Kart­öfl­urn­ar eru til­bún­ar þegar þær eru orðnar mjúk­ar. Ef ein­hver af­gang­ur er má vel nota kart­öfl­urn­ar kald­ar í sal­at dag­inn eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert