Þessi var dúndur! Ég rétt stillti mig um að sleikja diskinn og ekki skemmir fyrir að rétturinn er frábærlega hollur. Fullt af prótínum, vítamínum og andoxunarefnum. Spregilkál er nefnilega frábær uppspretta af andoxunarefninu lipoic sýru og C og E vítamíni.
Fyrir 2 og barn
Fiskurinn:
500 g silungur (2 flök sirka)
3 msk smjör
1 límóna
2 msk ferskt dill, saxað
2 msk ferskt kóríander, saxað
Smjör
Pipar
Álpappír
Meðlæti:
200 g Grænkál eða Pak choi
Spergilkálshaus
2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt
2 msk olífuolía
Allt sett í grillskál á grillið og grillað á háum hita í um 7 mínútur. Það má líka vel gera þetta inni á pönnu.
Kartöflur:
Smælki - sirka 10 stk
Olía
Salt
Pipar
Garðablóðberg (timjan)
Skerið hverja kartöflu í tvennt og setjið í eldfast mót ásamt 2-3 msk af olíu.
Saltið með góðu sjávarsalti. Sirka 1/2 tsk.
Rífið blöðin af kryddinu ef notað er ferskt en annars skal strá um 1 msk yfir kartöflurnar og hræra vel.
Bakið í ofni á grilli (200 gráður) í um 30 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn. Gott er að hækka hitann aðeins í restina svo þær dökkni.
Fiskurinn aðferð:
Saltið og piprið fiskinn eftir smekk og leggið ofan á álpappír.
Setjið væna smjörklípu ofan á hvort flak ásamt 1 msk af limesafa og limesneiðum. (Sjá mynd) Því næst er ferska kryddinu stráð yfir og álpappírnum lokað.
Grillið á úti grilli í um 10 mínútur eða þar til fiskurinn fer að lýsast á lit.