Súkkulaðivöfflur fyrir sælkera

Hver getur sagt nei við þessu?
Hver getur sagt nei við þessu? mbl.is/Bakingdom

Þessar vöfflur eru eitthvað sem þið verðið að prófa. Þær eru í fyrsta lagi súkkulaðivöfflur sem er nóg til að æra óstöðugan og í öðru lagi eru þær með geri sem gerir þær mjög svo áhugaverðar. Við erum sannfærð um að þessi uppskrift geti valdið straumhvörfum í íslenskri vöfflumenningu og hvetjum ykkur til að gefa uppskriftinni einkunn ef þið prófið hana og látið okkur vita hvað ykkur fannst.

Súkkulaðivöfflur fyrir sælkera
Deig dugar í sex vöfflur

  • 80 ml heit mjólk
  • 120 g ósaltað smjör
  • 2 egg, við stofuhita
  • 1 msk. hunang
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 1/2 bolli kakó
  • 2 msk. púðursykur
  • 1 1/4 tsk. ger
  • 1/2 tsk. kanilduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 3/4 bollar sykur

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina þar til hún er orðin nægilega heit til að bræða smjörið. Hrærið smjörið saman við mjólkina uns það er bráðið. Bætið eggjunum saman við og pískið léttilega. Hrærið hunanginu og vanilludropunum saman við og leggið til hliðar.
  2. Setjið hveitið, kakóið, púðursykurinn, gerið, kanilduftið og saltið í hrærivélaskál. Notið brauðhrærigræjuna og blandið saman á hægum hraða. Hellið mjólkurblöndunni rólega saman við. Aukið hraðann rólega og hrærið þar til deigið festist ekki lengur við skálina, eða í um 7-8 mínútur. Skafið innan úr skálinni ef þarf og setjið deigið í léttsmurða skál og breiðið yfir. Látið deigið hefast í klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast.
  3. Þegar deigið hefur tvöfaldast að stærð skal stinga vöfflujárninu í samband. Hnoðið sykurinn saman við deigið og látið hvíla meðan járnið hitnar.
  4. Skiptið deiginu í sex hluta og setjið hvern hluta í einu á vöfflujárnið. Bakið uns gullinbrúnt eða í 2-3 mínútur. Berið fram heitt. Gott er að bera fram með ís, sýrópi eða karmellusósu. Ferskum ávöxtum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Heimild: Bakingdom

Það er fátt sem toppar þessi girnilegheit.
Það er fátt sem toppar þessi girnilegheit. mbl.is/Bakingdom
Girnilegar eru þær og sjálfsagt bestar með ís og karmellusósu.
Girnilegar eru þær og sjálfsagt bestar með ís og karmellusósu. mbl.is/Bakingdom
Fallegt... og lystaukandi.
Fallegt... og lystaukandi. mbl.is/Bakingdom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert