Við erum búin að fá endalausar fréttir af gríðarlegum vinsældum rósavíns bæði austanhafs og vestan. Að sjálfsögðu erum við búnar að kynna okkur rósavínið vel (þótt betur mætti vera) en það var vart meira á okkur leggjandi þegar í ljós kom að rósavínið er ekki eina 80´s perlan sem er að slá í gegn.
Samvkæmt Vogue er hin endurkoman í höndum hins eina sanna Lambrusco sem þau vilja meina að hafi alltaf notið mikilla vinsælda í heimalandinu Ítalíu þar sem það sé heimamönnum jafnmikilvægt og kaffi. Á þetta víst sérstaklega við um Emilia Romagna-svæðið þar sem Lambrusco er að finna á hverju matborði. Að sögn Joel Caruso, sem er sérfræðingur á vegum Vivino, fylgir Lambrusco fast á hæla rósavínsins hvað vinsældir varðar. Lambrusco sé ekki lengur sama sullið og það var og því megi fastlega búast við hraðvaxandi vinsældum þess á heimsmarkaði næstu árin enda fátt meira spennandi en freyðandi ferskt rauðvín.