Lax með bláberja- og rósmarínsósu

Bláberin koma á óvart í hina ýmsu matargerð.
Bláberin koma á óvart í hina ýmsu matargerð. mbl.is/

Þótt vissulega sé sígilt að nýta uppskeruna úr berjamó til að sulta úr berjunum, baka pæ og geyma í frysti fyrir heilsudrykki vetrarins er hægt að nýta uppskeruna í ótal fleiri vænar uppskriftir. 

Smá sæta er fullkomin með laxi en í seinni tíð er einhvers konar mango chutney-sósa vinsælust. Bláberin, bæði soðin og fersk, eru hins vegar fullkomin með fiski!

Fyrir 4

800 g lax
Sjávarsalt og pipar eftir smekk
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör

Sósan
½ sítróna
2 bollar fersk bláber
1 msk. smátt saxað ferskt rósmarín
salt og pipar eftir smekk

Stillið ofninn á undir og yfirhita og hitið í 200°C. Skolið laxinn, þerrið og skiptið niður í nokkrar mátulega stórar sneiðar, það er ekki nauðsynlegt að roðfletta frekar en þið viljið en byrjið þá á að steikja roðmegin og steikið roðhliðina um 2 mínútur lengur en þá roðlausu.

Hitið ólífuolíuna og smjörið saman á pönnunni og steikið í 1-2 mínútur við fremur háan hita á hvorri hlið og leggið svo í smurt eldfast mót. Hitið í ofni í 10-15 mínútur, fer eftir þykkt stykkjanna og gerið sósuna á meðan.

Kreistið sítrónusafann á pönnu og blandið bláberjunum saman við. Kremjið berin með gaffli eða kartöflustappara og hrærið varlega saman við kryddið.

Hitið við vægan hita í 3-4 mínútur, blandið þá rósmaríni saman við og smakkið til með smá salti og pipar. Látið sósuna malla í örfáar mínútur, þar til hún er mátulega þykk.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert