Bjórlagað chillí con carne

Virkilega góður réttur sem rífur í.
Virkilega góður réttur sem rífur í. mbl.is/

Þessi girnilega uppskrift er frá Ara Þór Gunnarssyni matreiðslumanni á Fiskfélaginu. Hér mætir íslenskur bjór - góðu íslensku nautahakki svo úr verður sérlega bragðmikll og góður réttur.

Það væri til dæmis snilld að bjóða upp á þennan rétt með nachos flögum og einum köldum yfir næsta leik.

Chilli con carne með Red IPA

  • 500g Nautahakk - íslenskt.
  • 2stk Laukur, fínt skorinn
  • 2msk Olía
  • 4stk Hvítlauks geirar, fínt skorinn
  • 2tsk Chilli duft
  • 2tsk Kúmenduft
  • 2tsk Kóríanderfræ, mulin
  • 2msk Hveiti
  • 200ml Red IPA
  • 200ml Nautasoð
  • 400gr Skornir tómatar (ferskir eða í dós)
  • 400gr Rauðar nýrnabaunir í dós, sigtaðar og skolaðar
  • 2msk Tómat púrre
  • 1msk Púðursykur
  • 1tsk Þurkað oregano
  • 1 Lárviðarlauf
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið stóran pott yfir meðal hita með olíu þar til olían er orðin heit.
  2. Setjið kjötið og laukinn saman í pottinn og steikið í 5-6 mínútur,
  3. Bætið hvítlauk, chillidufti, kúmeni og kóríanderfræjum saman við og eldið áfram í 2-3 mínútur.
  4. Hrærið hveitinu vel saman við og hellið bjórnum rólega saman við.
  5. Hellið soðinu saman við ásamt restinni af hráefninu. Hrærið á meðan.
  6. Kryddið með klípu af salti og 2 klípum af pipar.
  7. Hitið að lágri suðu.
  8. Lokið pottinum með loki, þó með smá opi og lækkið hitan.
  9. Leyfið að krauma í 45mínútur til klukkustund eða þar til sósan er orðin þykk og kjötið meyrt.
  10. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert