Bjórlagað chillí con carne

Virkilega góður réttur sem rífur í.
Virkilega góður réttur sem rífur í. mbl.is/

Þessi girni­lega upp­skrift er frá Ara Þór Gunn­ars­syni mat­reiðslu­manni á Fisk­fé­lag­inu. Hér mæt­ir ís­lensk­ur bjór - góðu ís­lensku nauta­hakki svo úr verður sér­lega bragðmikll og góður rétt­ur.

Það væri til dæm­is snilld að bjóða upp á þenn­an rétt með nachos flög­um og ein­um köld­um yfir næsta leik.

Bjórlagað chillí con carne

Vista Prenta

Chilli con car­ne með Red IPA

  • 500g Nauta­hakk - ís­lenskt.
  • 2stk Lauk­ur, fínt skor­inn
  • 2msk Olía
  • 4stk Hvít­lauks geir­ar, fínt skor­inn
  • 2tsk Chilli duft
  • 2tsk Kúm­en­duft
  • 2tsk Kórí­and­erfræ, mul­in
  • 2msk Hveiti
  • 200ml Red IPA
  • 200ml Nauta­soð
  • 400gr Skorn­ir tóm­at­ar (fersk­ir eða í dós)
  • 400gr Rauðar nýrna­baun­ir í dós, sigtaðar og skolaðar
  • 2msk Tóm­at púr­re
  • 1msk Púður­syk­ur
  • 1tsk Þurkað or­egano
  • 1 Lár­viðarlauf
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið stór­an pott yfir meðal hita með olíu þar til olí­an er orðin heit.
  2. Setjið kjötið og lauk­inn sam­an í pott­inn og steikið í 5-6 mín­út­ur,
  3. Bætið hvít­lauk, chilli­dufti, kúmeni og kórí­and­erfræj­um sam­an við og eldið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  4. Hrærið hveit­inu vel sam­an við og hellið bjórn­um ró­lega sam­an við.
  5. Hellið soðinu sam­an við ásamt rest­inni af hrá­efn­inu. Hrærið á meðan.
  6. Kryddið með klípu af salti og 2 klíp­um af pip­ar.
  7. Hitið að lágri suðu.
  8. Lokið pott­in­um með loki, þó með smá opi og lækkið hit­an.
  9. Leyfið að krauma í 45mín­út­ur til klukku­stund eða þar til sós­an er orðin þykk og kjötið meyrt.
  10. Smakkið til með salti og pip­ar eft­ir smekk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert