Gulrætur að hætti Gísla

Gísli Matthías Auðunsson opnaði SKÁL! á dögunum í Mathöllinni við Hlemm en þar er boðið upp á skemmtilegan og oft þjóðlegan mat. Við fengum hann til að deila einni uppskrift með okkur og hér gefur að líta afraksturinn. Gulræturnar eru auglóslega algjört lykilatriði hér enda voru þær sem við smökkuðum brakandi ferskar og nýuppteknar. Virkilega áhugavert í alla staði og gaman að sjá gulrótunum gert svona hátt undir höfði.
Hráar gulrætur með kryddjurtakremi og kruðerí af rúgbrauði og heslihnetum
  • 500 gr íslenskar gulrætur
  • 150 ml olía
  • 75 gr dill, steinselju eða skessujurt
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 egg
  • 1⁄2 sítrónusafi
  • Salt
  • 100 gr rúgbrauð
  • 50 gr heslihnetur
  • 50 gr smjör
  • 10 gr kúmen
Aðferð:
  1. Gulrætur skornar helming og eftir endilöngu.
  2. Olía og jurtir hrærðar saman í blandara í u.þ.b. 10 mín, sigtað og geymt.
  3. Egg, sítrónusafi og dijon sinnep blandað saman í blandara eða með töfrasprota og jurtaolían bætt í bunun saman við þannig blandan þykknar, ef hún verður ekki nógu þykk má bæta við smá olíu. Smakkað til með salti.
  4. Rúgbrauð, heslihnetur og kúmen sett saman í matvinnsluvél.
  5. Smjör brætt og blandað saman við.
  6. Bakað við 180°c í 8 mín.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert