Það er haustþema í þætti dagsins í bland við íslenskt þema og því ætla þær stöllur Þóra og Tobba að galdara fram kjarngóða kjötsúpu og streitulosandi skyrköku á mettíma.
Kjötsúpu þarf vart að kynna en það auðveldar óhjákvæmilega lífið að þurfa bara að bæta kjöti og grænmeti út í pottinn. Kryddjurtirnar auka nefnilega flækjustigið til muna og það er enginn tími fyrir það svona rétt fyrir saumaklúbb.
Í eftirrétt er boðið upp á forláta skyrköku sem Þóra fullyrðir að sé sérlega streitulosandi. Af hverju kemur í ljós í þættinum en óhætt er að segja að útkoman komi á óvart.
Kjötsúpa (Fyrir 4)
800 g lambagúllas
1 pakki íslensk kjötsúpa frá TORO
1,8 l vatn
1 stk. laukur, saxaður
400 g rófur
250 g gulrætur
100 g hvítkál
2 msk. lambakraftur
Salt og pipar eftir smekk
Lambagúllasið léttsteikt.
Vatninu hellt í pott og hitað að suðumarki. Innihaldi kjötsúpupakkans sett út í og hrært saman við vatnið.
Grænmetið skorið í hæfilega bita og sett í pottinn.
Soðið saman og hrært reglulega í um 30 mínútur.
Streitulosandi skyrkaka
Botn:
Kaka:
Aðferð: