Syndsamleg sósa bifvélavirkjans

Þessi sósa passar einstaklega vel með öllu lambakjöti.
Þessi sósa passar einstaklega vel með öllu lambakjöti. mbl.is/TM

Þessi sósa hentar einstaklega vel með lambalæri og vekur alltaf undrun og hrifningu í öllum matarboðum. Sósuuppskriftina fékk móðir mín hjá vinafólki sínu en uppskriftin er hreinlega göldrótt.

1 msk. rúsínur, smátt saxað
6 – 8 döðlur eftir stærð, smátt saxaðar 
1 msk. olía
½ krukka andarsósa (Peking duck sauce)
½ pakki skógarsveppasósa  
1 sveppateningur
150-250 ml rjómi
1 msk. viskí

Steikið rúsínurnar og döðlurnar upp úr 1 msk. af olíu í um 2-3 mínútur. Bætið þá andarsósunni, sveppasósunni og teningnum við. Hrærið vel með písk og hitið rólega upp. Bætið rjóma og viskí við þegar sósan er orðin vel heit og laus við alla kekki. Látið malla í nokkrar mínútur og saltið ef þurfa þykir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert