Danskir sykurpúðar seldust upp í Epal

Sykurpúðarnir þykja ákaflega vel heppnaðir.
Sykurpúðarnir þykja ákaflega vel heppnaðir.

Hin danska 23 ára Emma Bülow, litla systir lakkrísgoðsins Johans Bülow hefur hafið framleiðslu og sölu á sínu eigin sælgæti. Um er að ræða sérdeilis skemmtilega sykurpúða sem koma í sex bragðtegundum. Sykurpúðarnir eru lífrænir og handgerðir og hver bragðtegund hefur sinn eigin karakter í orðsins fyllstu merkingu en lesa má um persónuna sem býr að baki bragðtegundarinnar utan á pakkanum.

Meðal bragðtegunda er karamellu-, sítrónu-, lakkrís- og sumarberjabragð en kunnugir segja púðana guðdómlega í bakstur og á pinna með ferskum jarðarberjum í kokteilboð. Sykurpúðarnir eru seldir í Epal en litla systir þykir líkleg til að veita bróður sínum harða samkeppni enda ekki síður smart týpa. Fyrsta sending af sykurpúðunum seldist upp en þeir eru nú aftur fáanlegir.

Emma hefur nú þegar opnað sérvöruverslun með góðgætinu en spekingar spá að hún muni bæta við vöruúrvalið á næstu mánuðum og hugsanlega framleiða sérlegar jólavörur líkt og bróðir hennar er þekktur fyrir.

Emma er aðeins 23 ára en ætlar sér langt
Emma er aðeins 23 ára en ætlar sér langt mbl.is/Mairmaidsstory
Sérverslun með sykurpúðana var opnuð fyrir skemmstu í Kaupmannahöfn.
Sérverslun með sykurpúðana var opnuð fyrir skemmstu í Kaupmannahöfn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert