Pastasalat sem kemur á óvart

Próteinríkt og hollt pasta.
Próteinríkt og hollt pasta. mbl.is/Áslaug Snorra

Makríll er að vinna á sem nýtt hráefni hérlendis en sá fiskur nýtur mikilla vinsælda á Norðurlöndunum enda sannkallað súperfæði. Hér kemur fljótleg uppskrift frá Sveini Kjartanssyni, kokki á Aalto Bistro.

Pastasalat með makríl

400 g pennepasta (má vera hvaða tegund sem er)
8 msk. sítrónuolía (eða eftir smekk)
3 dósir makríll í tómat og basil
1 hvítlauksrif
1 stór rauðlaukur
2 vorlaukar
10 kirsberjatómatar
50 g sólþurrkaðir tómatar
100 g þistilhjörtu
100 g svartar ólífur
1 búnt basilika
100 g parmesanostur

Sjóðið pasta, kælið og bætið smá olíu í til að koma í veg fyrir að það klessist saman.

Skerið hvítlauk, rauðlauk og vorlauk smátt og bætið út í pastað. Skerið kirsuberjatómata, sólþurrkaða tómata og ætiþistla í fernt og bætið saman við ásamt ólífum. Saxið basiliku út í.

Rífið parmesan. Blandið öllu varlega saman. Bætið í sítrónuolíu eftir smekk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka