Baileys-brownie sem klúðraðist næstum því

Það er ekki sjálfgefið að baka brownie þótt að öll aðstoð alheimsins sé til staðar. Hér tók Tobba afdrifaríka ákvörðum um að tvöfalda magnið á ögurstundu og til að flækja málin slökknaði á ofninum. En hvernig bragðaðist Baileys-kakan eftir allt brasið?

Balígrýta

  • 300 ml kókosrjómi
  • 150 ml rjómi
  • 150 ml vatn
  • 400 g kjúklingur
  • 1 pakki Balígrýta
  • 2 msk. engifer
  • 1 msk. chillí, saxað
  • 2 bollar niðurskorinn ananas
  • salt og pipar eftir smekk


Forsteikið kjúkinginn og setjið síðan allt í pottinn og látið malla samkvæmt leiðbeiningunum á pakkningunum. Saltið og piprið eftir smekk.


Baileys brúnka

  • 1 pakki brownie-duft
  • 100 ml brætt smjör
  • 50 ml Baileys
  • 50 ml mjólk
  • 50 ml vatn


Gott er að setja pekanhnetur eða valhnetur í deigið.
Blandið saman í hrærivél.
Smyrjið formið og bakið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.

Þorbjörg Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir.
Þorbjörg Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert