Þessi súpa er úr smiðju Ásdísar Ásgeirsdóttur sem fór á sérlegt námskeið í ítalskri matargerð lengst uppi í Appenínafjöllum Ítalíu í Emilia Romagna-héraði. Þar voru kennd réttu handtökin í eldhúsinu hjá konu að nafni Stefania Torri og með útsýni yfir dali og fjöll voru galdraðir fram ljúffengir en jafnframt auðveldir klassískir ítalskir réttir.
Sjá frétt mbl.is: Matarævintýri í ítalskri sveit
Þessi brauðsúpa er frábær og að sjálfsögðu ein ítölsk og hugsast getur.
Aðferð:
Skerið brauðið í sneiðar og bakið í ofni þar til það er gullinbrúnt. Takið hvítlauksrifin og nuddið þeim við volgt brauðið. Setjið sneiðarnar í pott. Hellið yfir þær tómatsósunni og grænmetissoðinu. Bætið út í salti, pipar og basilíku eftir smekk. Látið malla í 50 mínútur á lágum hita. Þessi súpa er mjög seðjandi og tilvalin á köldum haustkvöldum.