Búrskápar eru mikið þarfaþing og þegar búið að „pinna“ eitthvað oft á Pinterest má slá því föstu að það sé frekar frábært. Því er áhugavert að sjá hvaða búrskápur er vinsælastur þar því það er næsta víst að viðkomandi búrskápur sé þess virði að kíkja betur á og viti menn... það reyndist hárrétt!
Þessi búrskápur er kannski ekki sá skipulagðasti sem hægt er að finna en það er sem er svo dásamlega snjallt við hann er staðsetninginn. Skápurinn er undir stiga sem þýðir að hér er verið að nýta plássið eins vel og kostur er. Þessi lausn er í senn sniðug og svo mjög í anda Harry Potter sem eins og unnendur þeirra sagna þekkja, eyddi fyrstu árum ævi sinnar í stigaskápnum.
Það sem einnig vekur athygli er vagninn sem stungið er inn í skápinn en rúmar ansi margt og er væntanlega hægt að rúlla beint inn í eldhús þegar svo ber við.
Í alla staði afbragðs nýting á annars illa nýttu rými.