Hafragrautur hefur þótt herramannsmatur í gegnum aldirnar og hefur verið vinsæll morgunmatur lengst af. Hann er næringarríkur og viti menn... í þáttunum vinsælu Húsið á sléttunni var hann borðaður reglulega. Og hvernig var hann eldaður kunnið þið að spyrja? Svarið kemur úr uppskriftarbók Lauru Ingalls Wilder sem við þekkjum öll og er hann nokkuð ólíkur því sem við eigum að venjast.
Uppskriftin er einföld en hlutföllin eru ólík því sem við eigum að venjast. Það er af því að nota skal heila hafra en ekki rúllaða eins og algengastir eru. Heilir hafrar þurfa lengri eldun en margir fullyrða að þeir séu langtum bragðbetri og áferðin verði allt önnur.
Við hvetum ykkur til að prófa því ef hann var borðaður á sléttunni þá hlýtur eitthvað að vera varið í hann.
Hafragrauturinn úr Húsinu á sléttunni
Setjið í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið suðuna þá verulega og látið malla í tvo tíma.