Thai kjúklingur með rauðu karríi og ananas

mbl.is/

Það er fátt meira viðeigandi akkúrrat núna heldur en ljúffengur kjúklingaréttur sem tekur enga stund að laga. Karrí og kókosmjólk er líka dásamleg blanda og ef hann er borinn fram í kókoshnetu (eins og á myndinni) slær það öll met.

Þar sem lítið er um kókoshnetur hér á landi látum við venjulegan disk duga en uppskriftin stendur fyrir sínu enda engin önnur en Prao Vajrabhaya sem á heiðurinn að henni.

Sjá frétt mbl.is: Byrjaði 15 ára að baka og stýrir stórveldi í dag.

Thai kjúklingur með rauðu karríi og ananas

  • 200 g beinlaust kjúklingakjöt
  • 1 msk sykur
  • 1 msk jurtaolía
  • 3 msk rautt karrímauk
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 msk fiskisósa (fish sauce)
  • 150 g anasan eða eggaldin

Aðferð:

  1. Hitið olíuna á steikarpönnu eða wok-pönnu.
  2. Bætið karrímauki út í og hrærið í 2 mínútur.
  3. Bætið þá kjúklingnum út á pönnun aog steikið áfram í 2 mínútur, bætið þá kókosmjólkinni út í og sjóðið.
  4. Minnkið  hitann og setjið sykur og ananas eða eggaldin út í og hrærið vel. Látið malla í 5 mínútur.
  5. Berið fram með soðnum jasmin hrísgrjónum.

Ath. Hægt er að hafa minna af rauða karrímaukinu svo að rétturinn sé ekki jafn bragðsterkur.

Í uppskriftinni eru notaðar Thai Choice vörur (eðlilega þar sem höfundur þeirra er framkvæmdastjóri Thaí Choice).

Það er Prao Vajrabhaya, framkvæmdastjóri Thai Choice sem er höfundur …
Það er Prao Vajrabhaya, framkvæmdastjóri Thai Choice sem er höfundur uppskrifarinnar. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert