Lakkríssósur eru ákaflega góðar og geta breytt einfaldri marenstertu eða aðkeyptum vanilluís í guðdómleg smartheit eins og hendi sé veifað. Hin hefðbundna sósa byggist yfirleitt á að lakkrískúlur séu bræddar við vægan hita ásamt rjóma en hér ákváðum við að flippa aðeins og nota frosin brómber til að gefa sósunni ferskari blæ. Og ekki er verra að það þarf bara tvö innihaldsefni!
Lakkrís- og brómberjaíssósa
200 g frosin brómber
100 g Nóa-lakkrískúlur
Sjóðið rólega niður. Sósan er guðdómleg á góðan vanilluís.