Hægeldaður lúxus-lax sem allir ráða við

mbl.is/Food52

Fiskur er frábær en það skiptir máli hvernig hann er eldaður. Það þarf samt ekki að vera svo flókið og þessi útfærsla er frekar vel heppnuð. Hér er laxinn hægeldaður og við köllum þetta lúxus-lax því hann er svo góður. Hægeldun er það heitasta heitt í kjötbransanum og ekki halda í eina mínútu að hægeldaður fiskur sé ekki alveg jafnmikið sælgæti.

Hægeldaður lúxus-lax sem allir ráða við

  • 1 tsk. ólífuolía – extra virgin
  • 1 stórt flak af laxi (um 750 g)
  • sjávarsalt
  • nokkrar greinar af timíani
  • ferskar jurtir á borð við graslauk og grísk jógúrt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 135 gráður. Penslið ofnmót með helmingnum af olíunni.
  2. Skerið fiskinn í góða bita og raðið í mótið. Roðið á að snúa niður. Penslið afgangnum af olíunni á fiskinn. Saltið létt og setjið helminginn af timíaninu undir fiskinn og hinn helminginn yfir hann.
  3. Bakið í 15-35 mínútur eða þar til hægt er að lauma gaffli í þykkasta hlutann án nokkurrar fyrirstöðu og fiskurinn fer auðveldlega í sundur. Hafið ekki áhyggjur þótt fiskurinn sé hálfglærleitur efst. Þetta er út af hægeldunni en fiskurinn er þó fulleldaður.
  4. Takið úr ofninum, fjarlægið timíangreinarnar og sáldrið örðum kryddjurtum yfir ef vill. Sáldið líka ögn meira salti og pipar fyrir þá sem það vilja.
  5. Gott er að bera fiskinn fram með sósu sem gerð er úr grísku jógúrtinni og graslauknum. Annars er það algjörlega valfrjálst hvaða kryddjurtir eru notaðar.
  6. Athugið að ekki er nauðsynlegt að nota lax í þessa uppskrift. Þorskur hentar líka vel og í raun allur sá fiskur sem býður upp á þykk flök.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka