Þessi girnilega og örlítið framandi sósa er með þeim vinsælli sem Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumaður og villibráðarkonungur, hefur mallað á lífsleiðinni.
Úlala-sósan er afar eftirsótt og hefur Úlfar ósjaldan verið beðinn um uppskriftina sem nú loks er komin á prent en uppskriftina er að finna í bókinni hans, Stóru bókinni um villibráð, sem Salka forlag var að gefa út nú í þriðja sinn vegna vinsælda. Bókin hefur gildnað í gegnum endurprentanirnar og nýjar og girnilegar uppskriftir bæst við.
Úlli eins og hann er segir sósuna vera stórkostlega og passa með nánast öllu – nánast morgunkorninu.
Uppskrift:
Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni saman við í mjórri bunu og látið vélina ganga á meðan.