Sósan sem sögð er eftirsóttasta sósa landsins

Fagmaður að störfum.
Fagmaður að störfum. mbl.is/aðsend

Þessi girnilega og örlítið framandi sósa er með þeim vinsælli sem Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumaður og villibráðarkonungur, hefur mallað á lífsleiðinni.

Úlala-sósan er afar eftirsótt og hefur Úlfar ósjaldan verið beðinn um uppskriftina sem nú loks er komin á prent en uppskriftina er að finna í bókinni hans, Stóru bókinni um villibráð, sem Salka forlag var að gefa út nú í þriðja sinn vegna vinsælda. Bókin hefur gildnað í gegnum endurprentanirnar og nýjar og girnilegar uppskriftir bæst við.

Úlli eins og hann er segir sósuna vera stórkostlega og passa með nánast öllu – nánast morgunkorninu.

Uppskrift:

  • 5 cm bútur engiferrót, skrældri
  • 1/2 – 1 chili-aldin, fræhreinsað
  • 3 – 4 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk. kóríanderfræ, má sleppa
  • 1 tsk. rósapipar, má sleppa
  • 1 tsk. milt karrí
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. balsamedik
  • 3 msk. ostrusósa
  • 2 msk. tómatsósa
  • 2 msk. sætt sinnep
  • 2 msk. sérrí (ég sleppti því)
  • 2-3 dl olía

Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni saman við í mjórri bunu og látið vélina ganga á meðan.

Steiktar gæsalundir með úllala-sósu og poc choy-salati úr bók Úlfars.
Steiktar gæsalundir með úllala-sósu og poc choy-salati úr bók Úlfars. mbl.is/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert