Nautakjöt með grænu karríi

mbl.is

Fyr­ir alla þá sem elska taí­lenska mat­ar­gerð er þessi perla sann­kallaður hval­reki (ekki þó bók­staf­lega) því það er eng­in önn­ur en Prao Vajra­bhaya, fram­kvæmda­stjóri Thai Choice, sem á heiður­inn af henni. Prao er mik­ill Íslands­vin­ur og elsk­ar fátt meira en að elda góðan mat. 

Hér bland­ast fiskisósa og karrí sam­an og úr verður magnaður (en þó ein­fald­ur) gald­ur.  

Sjá frétt mbl.is: Byrjaði 15 ára að baka og stýr­ir stór­veldi í dag. 

Nautakjöt með grænu karríi

Vista Prenta

Nauta­kjöt með grænu karríi

  • 3½ msk grænt karrímauk
  • 1 msk jurta­ol­ía
  • 200 g nauta­kjöt, þunnskorið
  • 100 g eggald­in, skorið í fernt
  • 2 tsk fiskisósa
  • 1 tsk syk­ur
  • 400 ml kó­kos­mjólk
  • rauður chil­ipip­ar, skor­inn

Aðferð:

  1. Hitið olíu á wok- eða steikarpönnu. Bætið grænu karrímauki út í og hrærið vel í tvær mín­út­ur.
  2. Bætið nauta­kjöt­inu á pönn­una og haldið áfram að steikja í tvær mín­út­ur Setjið kó­kos­mjólk­ina út á og sjóðið.
  3. Lækkið hit­ann, bætið sykri og eggald­ini á pönn­una og hrærið vel.
  4. Látið malla í fimm mín­út­ur. Berið fram heitt með soðnum jasmín­hrís­grjón­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka