Grillað kjúklingaspjót með eldpipar

Grillað kjúklingaspjót að hætti Sumac.
Grillað kjúklingaspjót að hætti Sumac. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta þá er það að kokkarnir á Sumac hafi sæmilegt vit á matargerð enda státa þeir af kokki ársins. Ef það á að slá um sig í matarboði er tilvalið að bjóða upp á þennan rétt enda passlega framandi og gríðarlega flottur.
Grillað kjúklingaspjót að hætti Þráins Freys á Sumac
  • 4 stk. kjúklingalæri, úrbeinuð
  • 1 msk. cumin, heil
  • 1 msk. reykt paprika (duft)
  • 1/3 tsk. eldpipar, þurrkaður
  • 1 msk. kórianderfræ, heil
  • 100 ml olía
  • salt

Aðferð: 

Ristið á pönnu cumin og kóríander. Duftið kryddin í kaffikvörn eða blandara. Blandið öllum kryddum saman ásamt olíu. Marinerið kjúklinginn í kryddblöndunni og leyfið að standa í 2 tíma. Kryddið kjúklinginn með salti. Grillið svo kjúklinginn sitt á hvorri hliðinni í 3-4 mínútur eða þar til hann er eldaður.

Paprikutómatsalsa

  • 1 stk. paprika
  • 2 stk. tómatur
  • ½ stk. eldpipar
  • 1 stk. lítill skalottlaukur
  • 50 ml ólífuolía
  • 30 ml hunang
  • salt

Allt skorið í litla bita og blandað saman og smakkað til með salti.

Klettasalat

Salatið er skolað og þerrað. Kryddið til salatið með ólífuolíu, sítrónusafa og salti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert