Vetrarsúpa sem fegrar

Falleg og meinholl grasker fást nú víða í verslunum og því tilvalið að smella í góða graskerssúpu. Graskerið er trefjaríkt og því gott fyrir meltinguna auk þess sem það ku hafa jákvæð áhrif á hár og neglur. Það er einnig a- og c-vítamínríkt og er í raun afbragðsnæring! Túrmerik og engifer eru svo vatnslosandi og þykja hið mesta heilsufæði.

1 grasker (butternut squash)
1 væn sæt kartafla sirka 200 g 
1 dós kókosmjólk  
1 cm ferskt engifer rifið
1 msk grænmetiskraftur 
1/2 túrmerik (þurrkað)
olía
salt
chili í kvörn eftir smekk 

Skerið graskerið í tvennt, kjarnhreinsið og skvettið 1 msk af olíu yfir hvorn hluta. Bakið við 180 gráður í miðjum ofninum þar til gaffall rennur mjúklega í gegn. Tíminn er misjafn eftir stærð graskersins en sirka 1 klst rúmlega. Það má líka afhýða það og skera í bita og baka en þá tekur það styttri tíma.

Afhýðið og skerið sætu kartöfluna í bita og sjóðið uns mjúk. Hellið þá vatninu af og setjið 1,2 lítra af soðnu vatni saman við ásamt rifnu engiferi, túrmerik og kraftinum. Látið malla við vægan hita. Bætið þá graskeri og kókosmjólk við og maukið með töfrasprota. Kryddið og smakkið til. Ef ykkur finnst súpan ekki nægilega sæt má setja 1 dl af appelsínusafa.

Gott er að bera súpuna fram með súrdeigsbrauði og fersku kóríander og skreyta hana með kókosrjóma.

Við bökun á graskerinu karamellast það og fær ljúfari og …
Við bökun á graskerinu karamellast það og fær ljúfari og sætari keim. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert