Próteinpasta sem öskrar á hvítvín

Litríkur matur gleður maga og sál. Diskurinn fagri er úr …
Litríkur matur gleður maga og sál. Diskurinn fagri er úr nýju Bitz-línunni sem og hnífapörin. mbl.is/Tobba Marinós

Er ekki allt best í jafnvægi? Ef maturinn er ákaflega hollur hlýtur það að kalla á hvítvínsglas. Eða það finnst mér alla vega í þessum rétti sem er í senn guðdómlega einfaldur og góður svo ekki sé minnst á hollustuna. Hugmyndina fékk ég þegar ég rakst á svokallað próteinpasta í kælinum í Nettó en auðvitað má nota hvernig tagliatelle sem er. Próteinpastað er sum sé með hærra próteininnihaldi sem unnið er úr jurtaríkinu og var alls ekki síðra en hið hefðbundna.

Steikið laxinn stutt en við háan hita til að fá …
Steikið laxinn stutt en við háan hita til að fá á hann stökka húð. mbl.is/Tobba Marinós


Laxapasta með sítrónu fyrir 4

600 g lax (hnakkastykki) roð- og beinlaus
1 pakki (250 g) próteinpasta eða annað ferskt pasta 
100 g sykurbaunir 
1 lífræn sítróna 
smjör
salt 
pipar
2 avókadó 
Rósmaríngrein
Ekki er verra að rífa ferskan parmesan yfir

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Sigtið og setjið í skál ásamt smá salti og 1 msk. af góðri olíu.

Skerið laxinn í 4 jafna hluta. Athugið að skera þunnildin frá ef einhver eru. 
Setjið 2 msk. af smjöri, 1 tsk. af fersku söxuðu rósmaríni og 3 sítrónusneiðar á pönnuna til að fá sítrónukeim.
Bætið fisknum við og örlitlu salti.
Steikið fiskinn á háum hita í um 30-40 sek. á hvorri hlið og slökkvið svo undir pönnunni.
Bætið hreinum niðurskornum sykurbaunum út á pönnuna og látið liggja þar. Bætið við smjöri ef þurfa þykir og piprið létt. Baunirnar eiga að taka meiri lit en eru í raun látnar eldast lítið og halda því stökkleika sínum.

Skiptið pastanu á diska og raðið fisknum ofan á og hellið smjörinu yfir.
Berið fram með fersku avókadó, sítrónusneiðum og parmesan. Ég skar avókadóið með litlu piparkökumóti til að freista barnanna við borðið enn frekar.

Ávaxtaríkt hvítvín t.d. frá Nýja-Sjálandi hentar eintsaklega vel með þessum …
Ávaxtaríkt hvítvín t.d. frá Nýja-Sjálandi hentar eintsaklega vel með þessum rétti. mbl.is/Tobba Marinós
Sumarlegur réttur sem hressir sálina við.
Sumarlegur réttur sem hressir sálina við. mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert