Próteinpasta sem öskrar á hvítvín

Litríkur matur gleður maga og sál. Diskurinn fagri er úr …
Litríkur matur gleður maga og sál. Diskurinn fagri er úr nýju Bitz-línunni sem og hnífapörin. mbl.is/Tobba Marinós

Er ekki allt best í jafn­vægi? Ef mat­ur­inn er ákaf­lega holl­ur hlýt­ur það að kalla á hvít­víns­glas. Eða það finnst mér alla vega í þess­um rétti sem er í senn guðdóm­lega ein­fald­ur og góður svo ekki sé minnst á holl­ust­una. Hug­mynd­ina fékk ég þegar ég rakst á svo­kallað prótein­pasta í kæl­in­um í Nettó en auðvitað má nota hvernig taglia­telle sem er. Prótein­pastað er sum sé með hærra prótein­inni­haldi sem unnið er úr jurta­rík­inu og var alls ekki síðra en hið hefðbundna.

Steikið laxinn stutt en við háan hita til að fá …
Steikið lax­inn stutt en við háan hita til að fá á hann stökka húð. mbl.is/​Tobba Marinós

Próteinpasta sem öskrar á hvítvín

Vista Prenta


Laxap­asta með sítr­ónu fyr­ir 4

600 g lax (hnakka­stykki) roð- og bein­laus
1 pakki (250 g) prótein­pasta eða annað ferskt pasta 
100 g syk­ur­baun­ir 
1 líf­ræn sítr­óna 
smjör
salt 
pip­ar
2 avóka­dó 
Rós­marín­grein
Ekki er verra að rífa fersk­an par­mes­an yfir

Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakk­an­um.
Sigtið og setjið í skál ásamt smá salti og 1 msk. af góðri olíu.

Skerið lax­inn í 4 jafna hluta. At­hugið að skera þunnild­in frá ef ein­hver eru. 
Setjið 2 msk. af smjöri, 1 tsk. af fersku söxuðu rós­maríni og 3 sítr­ónusneiðar á pönn­una til að fá sítr­ónu­keim.
Bætið fiskn­um við og ör­litlu salti.
Steikið fisk­inn á háum hita í um 30-40 sek. á hvorri hlið og slökkvið svo und­ir pönn­unni.
Bætið hrein­um niður­skorn­um syk­ur­baun­um út á pönn­una og látið liggja þar. Bætið við smjöri ef þurfa þykir og piprið létt. Baun­irn­ar eiga að taka meiri lit en eru í raun látn­ar eld­ast lítið og halda því stökk­leika sín­um.

Skiptið past­anu á diska og raðið fiskn­um ofan á og hellið smjör­inu yfir.
Berið fram með fersku avóka­dó, sítr­ónusneiðum og par­mes­an. Ég skar avóka­dóið með litlu pip­ar­köku­móti til að freista barn­anna við borðið enn frek­ar.

Ávaxtaríkt hvítvín t.d. frá Nýja-Sjálandi hentar eintsaklega vel með þessum …
Ávaxta­ríkt hvít­vín t.d. frá Nýja-Sjálandi hent­ar eintsak­lega vel með þess­um rétti. mbl.is/​Tobba Marinós
Sumarlegur réttur sem hressir sálina við.
Sum­ar­leg­ur rétt­ur sem hress­ir sál­ina við. mbl.is/​Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka