Alvöru pottsteik sem gleður hjartað

Það er fátt sem jafnast á við góða pottsteik.
Það er fátt sem jafnast á við góða pottsteik. mbl.is

Hin klassíska „pot roast“ er til í ýmsum afbrigðum en í flestum þeirra er nautakjöt, rauðvín, gulrætur, laukur og kryddjurtir. Hér er bætt við kartöflum svo að það er algjör óþarfi að búa til kartöflumús eða neitt meðlæti með.

Alvöru pottsteik sem gleður hjartað
Fyrir sex
  • 1,3 kg nautakjöt, t.d. innra læri eða roastbeef
  • 3 msk. repjuolía eða ólífuolía
  • salt og svartur pipar eftir smekk
  • 3 stórir laukar, gróft skornir
  • 6 hvítlauksrif, smátt skorin
  • 500 ml nautakraftur
  • 180 ml þurrt rauðvín
  • 4 miðlungsstórar gulrætur, gróft skornar
  • 2 sellerístangir
  • 500 g kartöflur, hreinsaðar og skornar í grófa bita
  • 1 dós niðurskornir tómatar
  • 4-5 rósmaríngreinar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 135°C.
  2. Skerið allt grænmetið niður og setjið helminginn af lauknum í botninn á steypujárnspotti. Blandið öllu grænmetinu vel saman í stórri skál og veltið upp úr 2 msk. af olíu.
  3. Steikið kjötstykkið upp úr 1 msk. af olíu við fremur háan hita og lokið kjötinu vel á öllum hliðum. Leggið kjötið ofan á laukinn og kryddið það þá (eftir á, ekki fyrir steikingu) með salti og pipar. Raðið grænmetinu allt í kringum steikina en passið að það hylji hana ekki alveg. Hellið rauðvíni og nautasoði yfir steikina og gullna reglan er að vökvinn fljóti ekki alveg yfir kjötið. Leggið rósmaríngreinarnar ofan á. Setjið í ofninn og eldið í um 4 og ½ klst. Eins og fyrr segir er ekkert meðlæti nauðsynlegt en sumum finnst kartöflumús ómótstæðileg með.

Alvöru pottsteik sem gleður hjartað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka