Tekokteilar eru í miklu uppáhaldi í vinahópnum mínum, kannski vegna þess að við vinkonurnar virðumst hafa sannfært okkur um að þarna sé komin leið til þess að drekka „hollari“ kokteila en mörg te eru heilsubætandi eins og þekkt er. Við bruggum þá gjarnan sterkt ávaxtate, t.d. með mangó, berjum og rósum, og kælum það. Svo blöndum við 1 skammt af te á móti 3 af góðu freyðivíni eins og t.d. Prosecco frá Tommasi en lykillinn er að hafa vínið ekki of sætt og með hæfilegu gosi.
Ekki er verra að setja blóm og ferska myntu út í eða ávexti. Ég elska að nota þurrkaðar rósir sem ég kaupi í Krydd- og tehúsinu eða jafnvel hindber.