Jólakokteill Jónasar

Jólalegur kokteill sem rífur í.
Jólalegur kokteill sem rífur í. mbl.is/TM

Jónas Heiðarr, kokteilmeistari á Apótekinu, er kominn í jólaskap og hristir nú jólakokteila í gríð og erg. Þessi er mjög einfaldur, kemur skemmtilega á óvart og sírópið er virkilega gott í ýmsa eftirrétti, bakstur og jólakakó!

Jólakokteil Jónasar

45 ml Woodford Reserve bourbon
15 ml jólasíróp

Jólasíróp (einföld útgáfa)
1:1 vatn og sykur
Soðið niður með appelsínusneiðum, vanillustöng og kanilstöng. Því lengur sem þetta er soðið saman því meira bragð og því þykkara síróp. Helst láta malla í 1-2 klst.

Ferskt mynta steytt í glasi, mulinn klaki settur yfir og Bourbon og jólasírópi hellt yfir. Skreytt með ferskri myntu og drukkið með röri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert