Þessar elskur eru ekki bara auðveldar heldur ákaflega góðar og mér finnst myntukeimurinn koma með jólalegt yfirbragð af einhverjum ástæðum. Ath., þetta er stór uppskrift svo hana má vel helminga.
Ég notaði svo sama súkkulaði og er í kökunni og hellti í jólakonfektmót til að gera skrautið.
Hér er svo uppskrift af guðdómlegu, einföldu og góðu kremi!
300 g hveiti
300 g hrásykur
200 g dökkt myntusúkkulaði (ég notaði lífrænt frá Green and Black's)
80 g ósætt kakó
1 ½ tsk. lyftiduft
1 ½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 egg
250 ml mjólk
125 ml olía (ég notaði kókosolíu)
2 tsk. vanilludropar
150 ml soðið vatn
Forhitið ofninn í 175 gráður.
Í stóra skál skal blandað saman sykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti. Hrærið þurrefnunum saman.
Næst fara eggin, mjólk, olían og vanillan saman við. Hrærið þessu vel saman. Að lokum fer vatnið saman við. Deigið verður nokkuð þunnt.
Hellið deiginu í formin og bakið 15-20 mínútur eftir þykkt formanna. Gott er að nota prjón eða tannstöngul til að stinga í tertuna. Hún er tilbúin þegar prjónninn kemur deiglaus út.
Kælið kökurnar í 10 mínútur áður en kakan er fjarlægð úr mótinu. Látið tertuna kólna alveg áður en kremið er sett á en það má nota nánast hvaða kremuppskrift sem er.