Súkkulaði-og pistasíubiscotti

Hin dísæta og dásamlega Sigríður Björk Bragadóttir betur þekkt sem Sirrý i Salteldhúsi deilir hér með okkur uppskrift af speltsúkkulaðistöngum í ætt við hið ítalska kex, biscotti. 

„Hér kemur ein uppskrift sem var á jólagöldrum í fyrra í Salt Eldhúsi,“ segir Sirrý en jólagaldrar eru ákaflega vinsælt námskeið sem Sirrý kennir árlega en viðfangsefnið þar er huggulegar uppskriftir sem henta vel tiltækifæris- og jólagjafa.  „Þessi uppskrift gengur fyrir þá sem eru vegan ef notað er vegan-súkkulaði. Kökurnar á myndinni eru með hvítu súkkulaði og blöndu af valhnetum og pistasíum. Þær eru sætar, bragðmiklar og krassandi og ein nægir alveg til að uppfylla þörfina fyrir eitthvað sætt með kaffinu. Þær eru nefnilega frábærar með góðu kaffi.“

Súkkulaðistangir sem gleðja
25-30 stk.

140 g gróft spelt
140 g hveiti
120 g kókossykur eða hrásykur
30 g kakó
¾ tsk. kanell
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. sjávarsalt
1-1½ dl blandaðar hnetur, saxaðar
1-2 dl súkkulaði, saxað
1 ¼  marple-síróp eða agave-síróp
¾ dl vatn
1 tsk. vanilluextrakt
½ tsk. möndludropar
¾ dl olía 

Hitið ofninn í 180°C. Setjið þurrefninn í eina skál og vökvann í aðra. Blandið saman og hrærið í þykkt deig. Athugið að ef deigið er of fljótandi til að móta það á plötu þarf að bæta smávegis af spelti saman við.

Skiptið í tvo hluta og mótið í tvo hleifa á smjörpappírsklædda ofnplötu 2,5 cm þykkt, 10 x 25 cm á stærð. Bakið 20-25 mín. og  látið þær síðan kólna í 10 mín. Skerið í stangir, raðið aftur á ofnplötuna og bakið í 12-15 mín.

Kökurnar eru viðkvæmar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum en harðna þegar þær kólna. Þær geymast í blikkboxi í nokkrar vikur. Tilvalið að setja í sellófanpoka og gefa í jólagjöf.

Sirrý í Salteldhúsi ritstýrði áður Gestgjafanum og er framúrskarandi í …
Sirrý í Salteldhúsi ritstýrði áður Gestgjafanum og er framúrskarandi í eldhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka