Við smelltum um daginn í dásamlegar súkkulaðibollakökur með dökku myntusúkkulaði. Hér er að finna annað tilbrigði við þá uppskrift en mokkakremið og ristað karamellusúkkulaðið (burnt toffee) gera kökurnar ómótstæðilegar.
Magnaðar bollakökur
300 g hveiti
300 g hrásykur
200 g karamellusúkkulaði (ég notaði lífrænt frá Green and Black's)
80 g ósætt kakó
1½ tsk. lyftiduft
1½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 egg
250 ml mjólk
125 ml olía (ég notaði kókosolíu)
2 tsk. vanilludropar
150 ml soðið vatn
Forhitið ofninn í 175 gráður.
Í stóra skál skal blandað saman sykri, hveiti, kakói, matarsóda, lyftidufti og salti. Hrærið þurrefnunum saman.
Næst fara egg, mjólk, olía og vanilla saman við. Hrærið þessu vel saman. Að lokum fer vatnið saman við. Deigið verður nokkuð þunnt.
Hellið deiginu í formin og bakið 15-20 mínútur eftir þykkt formanna. Gott er að nota prjón eða tannstöngul til að stinga í kökurnar. Þær eru tilbúnar þegar prjónninn kemur deiglaus út.
Kælið kökurnar í 10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr mótinu. Látið kólna alveg áður en kremið er sett á.
Smjörkrem Matarvefjarins:
250 g saltað smjör
250 g flórsykur
120 g rjómaostur
1 tsk. espresso
Aðferð:
Þeytið smjörið vel upp (hafið það við stofuhita þegar þið hefjist handa).
Sáldrið flórsykrinum rólega saman við.
Bætið rjómaosti (við stofuhita) og kaffi saman við og þeytið vel. Varist að setja of mikið kaffi því þá fer kremið að skilja sig.