Þetta verður þú að læra

00:00
00:00

Í þess­um fyrsta þætti af súkkulaði- og kon­fektjólaþætti Mat­ar­vefjar­ins sýn­ir Hall­dór Kristján Sig­urðsson, kondidor og súkkulaðikenn­ari í The Chocolat trailer, hvernig tempra skal súkkulaði. 

En af hverju á að tempra súkkulaði og hvað þýðir það? Temprun á súkkulaði snýst um að eft­ir að súkkulaði hef­ur verið brætt eru eig­in­leik­ar þess til að storkna og hald­ast storknað þrátt fyr­ir að vera ekki í kæli end­urupp­byggðir. 

Með því að tempra súkkulaði er hægt að láta það standa á borði án þess að það leki niður eða smiti út frá sér, súkkulaðið glans­ar meira og verður ekki grátt. Þannig má eig­in­lega segja að ef hug­mynd­in er að gefa jóla­kon­fektið og pakka því til dæm­is inn í sellóf­an þarf að tempra það svo það smiti ekki út frá sér og verði subbu­legt. Síðast en ekki síst verður temprað súkkulaði stökk­ara og mun áferðarbetra. 

Við temprun á súkkulaði skal hafa í huga:

Það er auðveld­ast að tempra dökkt súkkulaði en erfiðara að tempra hvítt sök­um hærra fitu­inni­halds og því gilda önn­ur lög­mál.

Best er að nota mót sem inni­halda leif­ar af súkkulaði (búið að nota og ekki þrífa). Þannig glans­ar það bet­ur og það er auðveld­ara að ná því úr.

Fyrst er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. At­hugið að vatn og súkkulaði eru óvin­ir og mega aldrei snert­ast! 

Súkkulaðið er hitað upp í 50 gráður. Síðan er hit­inn lát­inn falla niður í 42 gráður þá er 1/​3 hluta af storknuðu súkkulaði sömu sömu gerðar saxað niður ef um plötu er að ræða og því hrært sam­an við 42 gráðu heitt súkkulaðið.

Svo er súkkulaðið látið kólna niður í 32 gráður en þá er það orðið temprað og skal nýt­ast strax á meðan það viðheld­ur þeim hita, t.d til að húða truffl­ur, setja í kon­fekt­mót eða til að út­búa súkkulaðiskraut á bök­un­ar­papp­ír.

Þú þarft hita­mæli, pott, skál og súkkulaði! 

Temprað súkkulaði er stökkt og dásamlegt!
Temprað súkkulaði er stökkt og dá­sam­legt! mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Skeiðin til hægri er með ótempruðu súkkulaði og smitar út …
Skeiðin til hægri er með ótempruðu súkkulaði og smit­ar út frá sér sé fingri þrýst á súkkulaðihúðina. mbl.is7TM
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert