Heslihnetu- og súkkulaði-jólatrufflur sem lengja lífið

Gúmmelaði þarf ekki að vera af hinu illa.
Gúmmelaði þarf ekki að vera af hinu illa. Mbl.is/tm

Gúm­melaði og gotte­rí er víða á borðum í des­em­ber og ósjald­an sprett­ur syk­ur­svit­inn út á efri vör­inni með til­heyr­andi van­líðan snemma dags. Kon­fekt­dunk­arn­ir þjaka aðra hverja kaffi­stofu og sam­visku­bit­in svigna und­an áreiti. En hvað er til ráða? 

Jú gott fólk – það er til­valið að gera heil­næm­ara góðgæti sem vel má leyfa sér að stel­ast í mola við og við vit­andi að ekki er verið að belgja sig út af auka­efn­um og unn­um sykri. Þetta kon­fekt er í miklu upp­á­haldi á mínu heim­ili og stund­um sleppi ég því að setja súkkulaði utan um og velti kúl­un­um upp úr kó­kos­mjöli eða hræri haframjöli sam­an við. Guðdóm­legt í alla staði! 

Hér skipt­ir þó sköp­um að nota hesli­hnetu­smjör, ekki hefðbundið hnetu­smjör. Hesli­hnetu­smjörið fæst t.d. í Nettó og kost­ar rúm­ar 1.000 krón­ur en einnig má gera sitt eigið smjör úr hesli­hnet­um.

Heslihnetu- og súkkulaði-jólatrufflur sem lengja lífið

Vista Prenta

"Nu­tella"-kon­fekt

200 g mjúk­ar döðlur 
150 g hesli­hnetu­smjör 
50 g kakó 
1 msk. heitt vatn 
200 g 70-85% súkkulaði 
Glimmer – fyr­ir flippaða 

Setjið döðlurn­ar í mat­vinnslu­vél eða Vitamix­inn ásamt vatni og hesli­hnetu­smjöri. Bætið kakó­inu við. Setið deigið í frysti svo auðveld­ara sé að móta kúl­ur. Hjúpið með bræddu súkkulaði og skreytið með kökuglimmeri.

Kúlurnar minna óneitanlega á Nutella en eru mun náttúrulegri og …
Kúl­urn­ar minna óneit­an­lega á Nu­tella en eru mun nátt­úru­legri og góm­sæt­ari. mbl.is/​Tobba Marinós
Heslihnetusmjörskúlurnar eru þær vinsælustu í jólakonfektinu á heimilinu og um …
Hesli­hnetu­smjörs­kúl­urn­ar eru þær vin­sæl­ustu í jóla­kon­fekt­inu á heim­il­inu og um leið þær heil­næm­ustu. Mbl.is/​Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert