Lamb á indverskan máta

Það er fátt betra en lambakjöt og hér gefur að líta uppskrift að dásamlegum rétti sem á rætur sínar að rekja til Indlands. Um er að ræða ekta helgarmat sem engan ætti að svíkja. 

Grillaðar indverskar lambamedallíur

  • 1 pk. lambamedallíur
  • 1 rauðlaukur, skorinn í báta
  • 1 tsk. garam masala
  • 1 tsk. broddkúmen, mulið
  • 1 tsk. kóríanderduft
  • ½ tsk. chili-duft
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 cm ferskt engifer, rifið fínt
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • Grillspjót

Aðferð: 

  1. Leggið grillspjót í bleyti
  2. Blandið kryddinu, hvítlauk, engifer og olíu í skál. Bætið kjötinu við og marinerið í 10 mín.
  3. Þræðið lamb og rauðlauk á spjót og grillið eða steikið í u.þ.b. 5 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka