Lakkríssúkkulaðikaka Omnom

Kakan er sérlega gómsæt enda Júlíurnar meistarabakarar.
Kakan er sérlega gómsæt enda Júlíurnar meistarabakarar. Árni Sæberg
Okk­ur áskotnaðist þessi stór­kost­lega upp­skrift en heiður­inn að henni á Júlía Hvann­dal sem rek­ur kaffi­húsið Júlíu & Júlíu í Safna­hús­inu á Hverf­is­götu en Omnom súkkulaði leik­ur þar lyk­il­hlut­verk.
Hér er um að ræða lakk­ríssúkkulaðiköku sem fær full­orðið fólk til að gráta af gleði og nú getið þið bakað hana sjálf heima. Auðvitað mæl­um við þó hik­laust með því að þið gerið ykk­ur ferð í Safna­húsið, sér­stak­lega nú í skamm­deg­inu þegar allt er svo hátíðlegt og fag­urt.
Júlía Hvanndal og Fía Ólafsdóttir, samstarfskona hennar, ásamt kökunni góðu.
Júlía Hvann­dal og Fía Ólafs­dótt­ir, sam­starfs­kona henn­ar, ásamt kök­unni góðu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lakkríssúkkulaðikaka Omnom

Vista Prenta
Lakk­ríssúkkulaðikaka Omnom (stór upp­skrift)
  • 310 g ósaltað smjör
  • 420 g syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 280 g Omnom-lakk­ríssúkkulaði
  • 4 stk. egg (létt­hrærð)
  • 1 bolli hveiti (sigta)
  • lakk­ríssalt 
Aðferð:
  1. Bræða smjör í stór­um potti við væg­an hita
  2. Bæta súkkulaði og sykri sam­an við og hræra vel með sleif
  3. Taka pott­inn af hell­unni og hinkra augna­blik
  4. Bæta sigtuðu hveiti, salti og eggj­um sam­an við og hræra kröft­ug­lega með sleif 
  5. Skella deigi í stórt smurt (eða klætt) form og baka í sirka 20 mín. á 160°.
ATH. Passa að baka kök­una ekki of lengi, hún á að vera blaut í miðjunni og 
mik­il­vægt er að kæla kök­una vel áður en hún er bor­in fram.
Gott er að dreifa ör­litlu lakk­ríssalti yfir kök­una sem skrauti.
Huggulegt og bragðgott í Safnahúsinu á Hverfisgötu.
Huggu­legt og bragðgott í Safna­hús­inu á Hverf­is­götu. Árni Sæ­berg
Það er fátt jólalegra en góð kaka.
Það er fátt jóla­legra en góð kaka. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert