Guðbjörg Finnsdóttir, ástríðukokkur og eigandi G-Fit, kann sannarlega að reiða fram kræsingar sem enginn þarf að fá samviskubit yfir að borða. Hér erum við að tala um ævintýralega girnilegt góðgæti sem passar vel á aðventunni og ekki síst við hátíðarborðið því það er deyjandi hugsun að hátíðarmatur þurfi að valda brjóstverkjum og öðrum almennum óþægindum.
Hér gefur að líta bláberjaís sem er svo fallegur að það hálfa væri nóg.
Bláberjaísinn sem allir elska
Aðferð:
Allt nema þeytti rjóminn sett í öflugan blandara á við Vitamix þar til blandan er orðin eins og ís. Síðan er rjóma hrært varlega saman við.
Gaman er að setja bláber fyrst í ísformið og síðan hella ísnum yfir. Gott ísform nauðsynlegt, mæli með ísforminu frá Tupperware. Skreytt með ferskum jarðarberjum.