Himneskar hátíðarsósur

Sveppasósur standa alltaf fyrir sínu.
Sveppasósur standa alltaf fyrir sínu.

á aðventunni, yfir jól og áramót er kjörið að gera vel við sig í mat. Fátt er betra en eðalsteik með rjúkandi heitri sósu. Nú er tíminn til að leika sér í eldhúsinu og koma fjölskyldunni á óvart í desember!

Sveppasósa með jólasteikinni
  • 500 g sveppir
  • 1 laukur, meðalstór
  • 100 g smjör
  • 2 stk hvítlaukur
  • 100 ml rauðvín (má sleppa en nota smá vatn í staðinn)
  • 1 tsk sítrónusafi
  • handfylli af saxaðri steinselju
  • 1 tsk paprikuduft
  • hnífsoddur af cayennepipar
  • 1 dós kókosmjólk (eða ½ l af rjóma)
  • 3 tsk salt
  • 2 tsk svartur pipar
  • 2 tsk tamari eða soya-sósa
  • 2 tsk sætt sinnep
  • gróft salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

  1. Þvoið sveppina og saxið gróflega. Skrælið laukinn og hvítlaukinn og skerið gróflega niður. Bræðið smjörið í góðum potti og byrjið á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn ásamt 1 tsk af salti.
  2. Bætið sveppunum saman við og kryddunum, sinnepi og sojasósu og látið malla þar til að sveppirnir eru orðnir mjúkir. Þá er kókósmjólkinni hellt saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og pipar. Maukið sósuna með töfrasprota. Setjið smá rauðvín saman við. (Má sleppa).

Þessi sósa er góð með lambakjöti og grænmetishleifnum.

Höf.: Helga Mogensen

s;Denys
Rauðvínssósa með fuglakjöti
  • Innyfli fugls
  • 1 laukur, skorinn í tvennt
  • 1 gulrót, skorin gróft
  • 1 sellerístöng, skorin gróft
  • 1 lárviðarlauf
  • 6 piparkorn
  • 850 ml vatn
  • 375 ml gott rauðvín
  • 1 ½ msk. hveiti
  • 1-2 msk. smjör
  • smá salt

Soðið

  1. (Hægt er að búa það til fyrir fram.)
  2. Skolið innyflin og látið í djúpa pönnu eða pott. Bætið út í öllu grænmetinu, piparkornum, lárviðarlaufinu og smá salti ásamt vatninu. Látið suðuna kom upp og látið svo malla í klukkutíma.
  3. Sigtið og geymið soðið.

Sósan

  1. Takið soð sem kemur af kjötinu sem verið er að elda en reynið að fjarlægja fitu sem flýtur efst.
  2. Setjið pott á helluna og stillið á miðlungshita, setjið soðið af kjötinu, smjörið og hveitið í pottinn og hrærið. Hækkið aðeins hitann, náið upp suðu og bætið víni saman við. Bætið soðinu sem þið bjugguð til fyrirfram út í, og sjóðið þar til það nær æskilegri þykkt.
  3. Smakkið til og kryddið. Hægt er að setja út í skeið af rifsberjahlaupi ef þið viljið hafa sósuna aðeins sætari.
Appelsínusósa með öndinni
  • Rifinn börkur og safi úr einni stórri appelsínu eða 2 litlum
  • 150 ml ananas-safi
  • ½ chilli, smátt skorinn
  • 1 msk sykur
  • 1 tsk maísmjöl sem búið er að hræra saman við vatn þannig að það er orðið að „lími“
  • 4 appelsínubátar (til skreytingar)
  • 1 msk steinselja (flöt) skorin smátt

Aðferð:

  1. Rífið börk og kreistið safann úr appelsínunni og setjið á pönnu ásamt ananassafa, chilli og sykri. Sjóðið þar til magnið hefur minnkað um þriðjung.
  2. Hrærið maísmjölsblöndunni saman við. Látið malla í 5 mínútur, þar til sósan þykknar. Setjið steinseljuna út í.
  3. Berið fram með öndinni og skreytið með bátunum.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert