Hreindýrabollakökur sem bræða hjörtu

Huggulegt lítið hreindýr mætt á svæðið.
Huggulegt lítið hreindýr mætt á svæðið. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt meira viðeigandi en að bjóða upp á hreindýrabollakökur á aðventunni og það er akkúrat það sem hún Berglind Hreiðars á Gotterí og gersemar hefur gert.

Hún segir að hreindýragerðin sé á allra valdi en átta ára dóttir hennar hafi séð um skreytingarnar.

Þetta er myndarleg hjörð.
Þetta er myndarleg hjörð. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Bollakökur

  • Betty Crocker Devils Food Cake Mix
  • Royal-súkkulaðibúðingur
  • 170 ml matarolía
  • 1 dós sýrður rjómi (180 gr.)
  • 90 ml nýmjólk
  • 4 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 250 gr. suðusúkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Setjið allt nema súkkulaðidropana í skál, hrærið þar til slétt og fínt.
  2. Vefjið súkkulaðidropunum saman við með sleif.
  3. Skiptið á milli bollakökuformanna og bakið við 160°C í um 20 mínútur (blandan gefur 24 stk.).


Súkkulaðikrem

  • 50 gr. suðusúkkulaði
  • 100 gr. smjör (við stofuhita)
  • 200 gr. flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 3 msk. bökunarkakó
  • 2-4 msk. nýmjólk

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og leyfið að standa á meðan þið þeytið rest saman svo það sé ekki of heitt þegar það er sett út í.
  2. Þeytið smjör þar til létt og ljóst.
  3. Bætið flórsykri og bökunarkakói smátt og smátt saman við og skafið niður á milli.
  4. Bætið vanilludropunum við að lokum og vefjið því næst bræddu súkkulaðinu saman við með sleif.
  5. Bætið nokkrum msk. af mjólk saman við eftir þörfum svo auðvelt sé að smyrja kreminu á.


Skraut

  • Saltkringlur
  • Litlar piparkökukúlur
  • Wilton-nammiaugu (fást í Allt í köku)
  • Rauðar & brúnar stórar sykurperlur (fást í Allt í köku)
  • Límt saman með bræddu súkkulaði
Sum eru með rautt nef.
Sum eru með rautt nef. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert