Súkkulaðibombur með bismark að hætti Svövu

Bráðna í munni!
Bráðna í munni! mbl.is/Ljufmeti.is

Elsku Svava okk­ar, mat­gæðing­ur á ljúf­meti.is, klikk­ar ekki í jóla­bakstr­in­um frek­ar en fyrri dag­inn. Þess­ar smá­kök­ur eru sann­ar­lega partí fyr­ir bragðlauk­ana.

Súkkulaðibombur með bismark að hætti Svövu

Vista Prenta
Súkkulaðikök­ur með bis­mark-brjóstsykri 
  • 2 1/​2 bolli hveiti
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt
  • 3/​4 bolli kakó
  • 1 bolli ósaltað smjör, við stofu­hita
  • 1 bolli syk­ur
  • 1 bolli púður­syk­ur
  • 2 stór egg, við stofu­hita
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 bolli suðusúkkulaðidrop­ar eða gróf­hakkað suðusúkkulaði
Súkkulaðihjúp­ur
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 1 dl rjómi
  • 1 bolli mul­inn bis­mark-brjóstsyk­ur eða jólastafa­brjóstsyk­ur
Hitið ofn­inn í 175° og setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Hrærið sam­an hveiti, mat­ar­sóda, sjáv­ar­salt og kakó. Setjið til hliðar. Hrærið sam­an smjöri, sykri og púður­sykri í hræri­vél (eða með handþeyt­ara). Hrærið eggj­un­um, einu í einu, sam­an við. Hrærið vanillu­drop­um í deigið. Bætið þur­refn­un­um var­lega smátt og smátt út í og hrærið sam­an í deig. Hrærið að lok­um súkkulaðinu í deigið. Mótið litl­ar kúl­ur úr deig­inu (notið um msk. af deigi í hverja kúlu) og raðið á bök­un­ar­plöt­una.

Þrýstið ör­lítið á kúl­urn­ar og bakið í um 10 mín­út­ur, eða þar til kök­urn­ar hafa fengið stökk­an hjúp en eru mjúk­ar að inn­an. Passið að of­baka þær ekki. Takið úr ofn­in­um og látið standa á plöt­unni í smá stund áður en þær eru færðar yfir á grind og látn­ar kólna al­veg. Á meðan kök­urn­ar kólna er súkkulaðihjúp­ur­inn út­bú­inn. Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

Látið blönd­una standa í 30-45 sek­únd­ur og hrærið síðan í henni þar til bland­an er slétt. Dýfið helm­ingn­um af kök­un­um í súkkulaðið, setjið á grind (eða bök­un­ar­papp­ír) og stráið muld­um brjóstsykri yfir. Látið kök­urn­ar standa í 1-2 klst. eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Það má flýta fyr­ir með því að setja kök­urn­ar í ís­skáp.
Mbl.is/​Ljufmeti.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert