Jólalegir kókostoppar

Kókostoppar eru ákaflega fallegar smákökur.
Kókostoppar eru ákaflega fallegar smákökur. mbl.is/gotteri.is

Gotte­rís­grall­ar­inn hún Berg­lind Hreiðars bak­ar eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn og mæl­ir sér­stak­lega með þess­ari upp­skrift sem er ákaf­lega bragðgóð og fal­leg.

Jólalegir kókostoppar

Vista Prenta

Topp­ar

4 stk eggja­hvít­ur
250 g syk­ur
100 g gróft kó­kos­mjöl 

Skraut
250 g suðusúkkulaði
2-3 jólastaf­ir

Stífþeytið sam­an eggja­hvít­ur og syk­ur þar til topp­arn­ir halda sér. Vefjið kó­kos­mjöl­inu sam­an við með sleif.

Sprautið væna toppa með stór­um stjörnu­stút á bök­un­ar­plötu. Bakið í um 30 mín­út­ur við 150°C.

Kælið, bræðið suðusúkkulaðið og myljið jólastaf­ina. Dýfið botn­in­um á topp­un­um í súkkulaði og stráið brjóstsykri á hliðarn­ar, setjið á bök­un­ar­papp­ír og leyfið að storkna.

Berglind heldur úti blogginu gotter.is
Berg­lind held­ur úti blogg­inu gotter.is mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert