Ég rakst á kalkúnaleggi á afslætti í búðinni fyrir skemmstu og ákvað að reyna að sjóða einhverja snilld saman. Með aðstoð internetsins og þess sem til var í ísskápnum kom þessi hrikalega góða uppskrift í heiminn. Halelúlja og gleðilegan kalkún!
Kalkúnaleggir með hunangi og hamingju
900 g kalkúnaleggir (fást víða frosnir)
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
10 hvítlauksgeirir
4 laukar skornir í báta
3 msk hunang
1 dl milli dökkur bjór
3 msk smjör
1 tsk tímijan
1 tsk Herb de provance
3 lárviðarlauf
½ tsk grófar chillíflögur
2 dl kjúklingasoð
Stillið ofninn á 190 gráður.
Skolið og þerrið leggina. Brúnið á pönnu við háan hita í nokkrar mínútur upp úr smjöri og saltið og piprið. Bætið því næst hvítlauk og lauk við. Látið malla á miðlungshita. Bætið við lauk, hunangi, kalkúnasoði og bjórnum. Ausið yfirleggina svo þeir fái hunangshjúp.
Setjið því næst leggina í ofnpott og kryddið með chillíflögum, herb de provace og timíjan. Bætið lárviðalaufum í pottinn.
Bakið í 4 - 5 tíma og ausið 1 á klukkustund yfir leggina.
Kjötið hægeldast og mun falla af beinunum. Berið fram með perusalati, maísbaunum og sætkartöflumús.