Klassískt Waldorfsalat

Waldorfsalat er ómissandi með ýmsum jólamat.
Waldorfsalat er ómissandi með ýmsum jólamat. mbl.is/MS

Waldorfsalat er eitt af þessum föstu leikatriðum sem nauðsynlegt er að bjóða upp á um hátíðarnar. Þessi uppskrift kemur frás Gottímatinn.is og hefur verið sannprófuð marg oft og snar virkar.

Waldorfsalat

2 stk. græn epli
1½ stk. sellerí
25 stk. græn vínber
1 dós sýrður rjómi 
2-3 msk. rjómi, þeyttur
2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu
smá súkkulaði til að strá yfir salatið

Aðferð:

Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita.
Skerið sellerí í litla bita.
Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu.
Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma.

Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smávegis súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka