Waldorfsalat er mikil og góð klassík en vilji fólk prufa eitthvað nýtt er þetta salat ákaflega gott með svínahamborgarhrygg eða kalkúni svo ekki sé talað um hnetusteik.
Bleikt perusalat
2 vænar perur
1 lítil rauðrófa
1 dl granateplafræ
3 msk. eplasafi
1/2 tsk. engifer, ferskt og rifið
2 msk. valhnetur
Afhýðið og skerið perurnar í teninga. Gerið slíkt hið sama við rauðrófuna (ath. óeldaða).
Setjið granateplakjarnana saman við.
Hellið eplasafanum í bolla og setjið smátt rifið engiferið saman við. Hrærið vel og hellið yfir salatið.
Ristið valhneturnar á pönnu, saxið og setjið yfir salatið.
Dúndur!