Svona eldar þú hamborgarhrygg

Það var matreiðslumaðurinn og einn eigenda, Jón Örn Stefánsson, sem …
Það var matreiðslumaðurinn og einn eigenda, Jón Örn Stefánsson, sem gaf okkur uppskriftirnar en Jón stendur í ströngu þessa dagana enda verslunin sem flestir þekkja úr Hafnafirði einnig komin út á Grandagarð svo í mörgu er að snúast. mbl.is/Styrmir Kári

Matarvefurinn hafði samband við Kjötkompaní og fékk nokkrar ráðleggingar varðandi eldun á hinum vinsæla hamborgarhrygg því enginn vill klúðra jólamatnum. Sósan er ekki síður mikilvæg svo við vældum út uppskrift að unaðslegri rauðvínssósu um leið. 

Karamellugljáður hamborgarhryggur

Hráefni:
2,5 kg hamborgarhryggur

Aðferð:

Hryggurinn er soðinn rólega í ca. 60 mínútur, gott er að nota kjarnhitamæli og sjóða hrygginn í 65°C í kjarna, síðan er vatnið tekið frá og gljáinn og ananashringir sett á hrygginn og hann bakaður í 72°C í kjarna

Karamellugljái:

1 bolli sykur
½ bolli vatn
¼ bolli rjómi
2 msk. rauðvín

Aðferð:

Sykur og vatn hitað saman á pönnu, látið sjóða þar til sykurinn er orðinn ljósbrúnn á lit, þá er rjóma og rauðvíni bætt saman við.

Rauðvínssósa:

150 gr. smjör
½ tsk. pipar
1 ½ ltr. soð af hamborgarhryggnum
1 bolli rauðvín
1 bolli rjómi
Kjötkraftur (smakka til)
2 tsk. púðursykur
Smjörbolla (ca. 110 gr. hveiti/ 75 gr. smjör)

Aðferð:

Soðið af hryggnum er sett í pott, bætið rjóma, rauðvíni og kryddi saman við og  þykkið með smjörbollu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka