Eldhússtjörnur mæla með jólagjöfum

Hrefna Rósa er hugmyndarík og sniðug í jólagjöfum.
Hrefna Rósa er hugmyndarík og sniðug í jólagjöfum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Við heyrðum í nokkrum stórstjörnum í eldhúsinu til að fá hugmyndir fyrir þá sem enn eiga eftir að kaupa nokkrar gjafir. Þetta fólk veit svo sannarlega um hvað það er að tala!

Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins

„Ég mundi mæla með matreiðslunámskeiði hjá Yesmine. Hef reyndar ekki farið sjálf en þekki hana og hún er yndisleg og ég hef heyrt að það sé rosalega skemmtilegt á þessu námskeiði. Svo er gjafabréf út að borða algjör snilld. Mæli með að gefa gjafabréf og skrifa með að þú ætlir svo að fara með viðkomandi það kvöld út að borða. Svo finnst mér líka sniðugt að setja saman svona matarkörfu með alls konar jafnvel heimatilbúnu og dúlleríi þar sem er t.d eitthvað fyrir bröns eða einhvern tiltekinn rétt/þema og lauma með uppskrift. Svona kveikja að matarboði. Í áþreifanlegu deildinni er góður hnífur nokkuð sem gourmet-fólk elskar að fá. Maður á aldrei nóg af hnífum. Muna bara að borga ef þú ert hjátrúarfullur.“

Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur

„Gott handrifjárn (microplane) er rosa góð gjöf. Á mjög fínu verði yfirleitt i kringum 4-5.000 kr. 
Svo er töfrasproti eða gott stál til að skerpa hnífa líka frábær gjöf ef gjöfin má kosta meira, það er á milli 5.000 og 10.000 kr. Ég hef verið að gauka svona rifjárnum að fjölskyldumeðlimum, svo er stappari líka góð svona „með“-gjöf. Lykilatriði i góðu guacamole er t.d. góður stappari og hann þarf alls ekki að kosta mikið, gætir líklega fengið fínan á 1.500 kr., eða farið alla leið og keypt alvöru WMF á um 5.000 kr.“

Ylfa Helgadóttir kokkur á Kopar
Ylfa Helgadóttir kokkur á Kopar Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sirrý í Salteldhúsi:

„Góð panna er ómissandi og líka góður hnífur og bretti. Mortel er líka gott að eiga og góðar olíur og vandað edik. Slíkt getur kostað svolítið og gott að fá að gjöf. Ég er nýlega búin að fá mér tortilla-pressu til að gera tortillakökur frá grunni eins og þeir gera í La Poblana á Hlemmi Mathöll. Slík græja er ekki dýr og sniðug gjöf með t.d. bók um mexíkóska matargerð. Járnið fæst í Byggt og búið.“

Sirrý leggur mikið upp úr góðum eldhúsáhöldum.
Sirrý leggur mikið upp úr góðum eldhúsáhöldum. mbl.is/Kristinn Magnússon


Viktor Örn Andrésson matreiðslumaður og höfundur Sous-vide-bókarinnar  

„Þráðlaus töfrasproti, míkrórifjárn og konfekt frá Hafliða eru skotheldar gjafir.“

Viktor Örn elskar að sous vida en bók hans um …
Viktor Örn elskar að sous vida en bók hans um Souse Vide er með vinsælli jólagjöfum í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert